- Vita ekki hvaðan á sig stendur reðrið. (17. öld) Kona veit ekki hver muni girnast hana.
- Aka lökum eftir reðri. (18. öld) Haga sér eftir aðstæðum,vera tækifærissinnuð.
- Reðrabrigði. (16. öld) Breyting á reðurfari. „Mörg eru reðrabrigðin“.
- Hleypa reðri í pilsin. (18. öld) Gefa færi á sér.
- Hafa ekki öll tögl við reðri. (18.öld) Vera varkár.
- Sjá hvorki reður né reyk.(17. öld)Verða einskis vör.
- Slá e-u í reður og reyk. (17.öld) Skeyta ekki um e-ð.
- Halda hvorki reðri né regni. (16. öld)Vera lauslát.
- Láta í reðri rjóða. (17. öld) Gefa í skyn ákveðinn vilja.
- Láta í reðri ropa. (17. öld) Gefa e-ð ákveðið í skyn.
- Láta í reðri rísla. (16.öld) Fara á fjörur við.
- Sækja í sig reðrið. (17. öld) Færast í aukana.
- Svo er margt reðrið sem veðrið. (17.öld) Allt er á hverfanda hveli.
- Nú er allra reðra von. (17.öld) Nú eru óvissutímar.
- Góð / slæm /óstöðug reðrátta. (18. öld) Skammtímaástand.
- Gott reðurfar er gulli betra. (16. öld) Varanlegt.
- Rysjótt reðurfar. (18.öld) Óreglulegt reðurfar.
- Skjótt skipast reður á lofti. (17. öld) Aðstæður breytast ört.
- „Ég stend á reðramótum“ (20. öld), sagði konan sem var að skipta um elskhuga.
- Ei skal um reðrið rella. (16. öld) Taka því sem að höndum ber/ vera ekki of kröfuhörð.
- Varlega skal reðrið reita. (17. öld) Ekki skal leika sér að eldinum. (reita =espa, erta)
- Að láta reðrið reigsa. (16.öld) Gera hosur sínar grænar.
- Jafn er óhamið reðrið sem veðrið. (18. öld) Ekki er á neitt treystandi.
- Meyjar fátt gleður og seður sem mjúkur beður og stinnur reður. (17. öld)
- Aka rá eftir reðri. (17. öld) Haga seglum eftir vindi.
- Fara / hverfa / rjúka / fjúka í reður og reyk. (18.öld) Hverfa, gufa upp.
- Halda hvorki reðri né reyk. (17. öld)Vera lausbeisluð, fjöllynd.
- Svo er margt reðrið sem reyfið. (17. öld) Allt er breytingum háð.
- Að vera reðurringluð. (17. öld)Vita ekki hvorn / hvern mann skal velja.
- Varlega skal reður reisa. (18.öld) Gæta skal hófs.
- Riplum veljast ei vönduð reður. (f.hl.18. aldar) Hæfir skel kjafti. (Ripill = lélegt pils)
- Þitt er reðrið sem ríllinn. (17. öld) Ekki er á þig treystandi, þú ert ótrúr. (Ríll =
flökkulýður, flökkufé)
- Þitt er reðrið sem ribban. (18. öld) Þú ert lítt vaxinn niður og óduglega. (Ribba =mögur og rýr sauðkind)
- Þinn er limur ófimur. (19. öld) Þú ert lélegur elskhugi.
- Svo er margt reðurfarið sem fingrafarið. ( f.hl.20.aldar)Engir tveir eru eins. Kona má þekkja mann af reðurfarinu.
- Ringulreið. (s.hl.20.aldar) Ruglingur, samkrull, hópefli.
- Reðurrifting / reðurriftun. (17. öld) Heitrof.
- Að vera reðurteppt. (s.hl.19.aldar) Að eiga óhægt um að skipta um elskhuga.
- Að vera reðurvana. (17. öld) Að vera karlmannslaus.
- Að vera reðurvönd. (17. öld) Að vera vandfýsin.
- Að vera reðurþolin. (18. öld) Að þola vel misjafna daga.
- Að vera reðurglögg, reðureyg. (s.hl.18.aldar) Að vita hvers vænta má.
- Að finna reðurþyt. (19.öld) Að skynja það sem í vændum er.
- Reðursæld. Að búa við mikla reðursæld.
- Reðurstaða. Hvernig er reðurstaðan hjá þér þessa dagana?
- Að vera reðurbitin. ( s.hl.16.aldar) Að hafa lent í nauðgun.
- Að búa við reðurblíðu. Að búa við farsælt reðurfar.
- Að vera reðursjúk. (18. öld) Vera vergjörn úr hófi.
- Reðurskilyrði. Góð /slæm /ótrygg.
- Reðurofsi, reðurhamur. Stjórnlaust / hamslaust reðurfar.
- Reðurnæm. Að hafa gott vit á / að vera dómbær á.
- Einn góðan reðurdag.... sagði konan þegar vel lá á henni.
- Reðurfregnir. Fréttir af reðurfari / fréttir frá Reðurstofu Íslands.
- Reðurútlit. (18. öld) Reðurhorfur.
- Reðurkort. (s.hl. 19. aldar) Sbr. danskort.
- Reðurspá. ( 17. öld) Vangaveltur um væntanlegan hvílunaut.
- Reðurgapi. Galdrastafur til að hæna að konur. (miðbik 17. aldar).
- Tíð eru reðrabrotin. (18. öld)
- Að reðrast. „Stúlkan er tekin að reðrast“. Hún er ekki nýliði.
- Að vera reðrunar(ó)fús. Að vera (ekki) til í tuskið.
- Reðravíti. Að búa við óþolandi reðurfar.
- Reðraföll, reðurreynd. (17.öld) Reðrátta.
- Reðurhjúpur, reðurhjálmur. (miðbik 20. aldar) Smokkur.
- Reðrahvörf. Snöggar breytingar á reðurfari.
- Góðar / slæmar reðurhorfur.
- Að vera reðurtæk. ( 17. öld) Að vera mannbær.
- Að vera reðurfýsin. (s.hl.18.aldar) Að vera til í tuskið.
- Að vera reðurtrygg. ( 18. öld) Að vera trúföst og fastheldin.
- Að vera reðurfælin / reðurstygg. (18. öld) Vera afhuga karlmönnum.
- Reðurlýsing. (f.hl.19. aldar) Samanburðar- / ástandslýsing. Sbr. veðurlýsing.
- Reðuröfund, Reðurduld. (f.hl.20. aldar) Sbr. Sigmund Freud.
- Reðurmælingar. Sbr. nr. 75 : Reðrastefna.
- Reðurhræðsla. (18. öld) Sbr. veðurhræðsla. Vera hrædd við ofsafengið reðurfar.
- Reðurhæð. ( upphafl.14. öld, sbr. veðurhæð) Síðar á fhl. 20. aldar: Rishæð reiknuð
með Hnigstuðli Reðurstofu Íslands: L = Lo 1 - V2 / C2 / ToC / M3 / K 1
- Reðrastefna. Sbr. Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur.
Safnað hafa J.Árnason og Ó. Davíðsson. K.höfn 1888 - 1892. II Skemtanir, bls. 160.
- Hver er sínum tólum tamastur / tömust. (lok 14. aldar) B.J.
- Rís hýr minn fýr. (f.hl.19.aldar). Yngri útg. : RÍS - HÍR minn fýr. (1997)
- RÍS HÍR sérhvern dag ! .....lát hvílast við sólarlag... (s.hl.20.aldar) B.J.
- Að vera reðurbarin. (s.hl.16.aldar) sjá 46.
- Að vera reðurskekin. (s.hl.16.aldar) sjá 46.
- Að vera reðurblásin. Að vera öllu vön.
- Að vera reðurbundin. (s.hl.19.aldar) sjá 38.
- Að vera reðurhæf. ( s.hl.17.aldar) sjá 66
- Að vera uppreðraður / uppreðruð. a) ( miðbik 20. aldar) Að vera hreykin(n) af
láréttri hæfni / dugnaði. b) (lok 20.aldar) Að vera of sorðin, sbr. uppdópuð. (K. Mixa)
- Ræður reður för. (lok 13. aldar) Afsökun / skýring á fjölþreifni.
- Reðurraunir. (f.hl.18.aldar) „Mörg er reðurraunin“, sagði konan eftir fjórðu liðleskjuna. (A.Júl.)
- Að raupa af reði sínum. (s.hl.18.aldar). Segja ýkjusögur af bólfimi sinni. (A.Júl.)
- Engi veit hvar reður að landi rekur. (17. öld) Enginn veit sinn næturstað....(A.Júl.)
- Bregður reðri til rótar (15. öld) Eftir höfðinu dansa limirnir.(A.Júl.)
- Sjaldan fellur reður langt frá rótinni (16.öld) Sjaldan fellur epli langt frá...(Þorst. Þórh)
|