Limaskrá

Limaskrá

Limaskrá hins íslenzka reðasafns

F Y R S T A  D E I L D: H V A L I R

$ = Útrýmt við Ísland 

& = Flækingur við Ísland

# = Fátíður flækingur við Ísland 

* = Algengur við Ísland

 A 1. * A N D A R N E F J A ( Hyperoodon ampullatus (rostratus))

a) Ungt dýr er fannst rekið nýdautt á fjöru við Þórustaði á Vatnsleysuströnd þann 8. september 1998. Lengd 6,8 m. Aflimaður 09.09.1998 af Ingu Fanneyju Egilsdóttur og Magnúsi Ástvaldssyni frá Hafrannsókna­stofnun. Geymdur í formalíni.

b) Mjög ungt dýr, ókynþroska, er fannst rekið nýdautt í landi Bakkakots í Leiru á Rosmhvalanesi 9. október 1998. Lengd 6,54 metrar, þyngd eista aðeins 50 grömm. Landeigandi Ásgeir Jóelsson gaf RÍS - HÍR. Aflimaður af Reðurstofustjóra 11. okt.1998. Limur heill með inndráttarvöðva og hlutum úr lífbeini. Geymdur í formalíni.

 A 2. * B Ú R H V A L U R (Physeter catodon (macrocephalus))

a) Hvalstöðin, Hvalfirði, 1975. Flettur, skorinn langsum, sútaður. Þórir Ólafsson.

b) Gamall tarfur, um 50 fet, (16 m.) Rak á Þykkvabæjarfjörur 23.01.1992. Fenginn 25.01.92.Hólkur heill, saltaður, þurrkaður. Uppsettur á skjöld með silfurplötu.Kristinn Markússon, bóndi í Dísukoti, Þykkvabæ og Óskar sonur hans.

c) Ungt dýr, um 12 m. Gekk á land ásamt tveimur öðrum törfum við Hól, sunnan Raufarhafnar, 20. júní 1995. Sútaður til klæðagerðar hjá Skinnaiðnaði h.f., Akureyri. Höskuldur Þorsteinsson, bóndi á Höfða við Raufarhöfn seldi RÍS-HÍR fyrir kr. 3000.

d) Ungt dýr en kynþroska, um 12 m. að lengd er gekk á land við bæinn Hrófberg innst í Steingrímsfirði 19. nóvember 1997. Í fyrstu talinn vanskapaður, en síðar kom í ljós að hann hafði misst neðri kjálka fyrir löngu . Bændur á Hrófbergi seldu gripinn hvalasafninu á Húsavík. Forstöðumaður þess, Ásbjörn Björgvinsson gaf RÍS - HÍR gripinn. Barst 07.01.98. Limur nálega heill og annað eistað. Geymdur í formalíni.

e) Ungt dýr um tvítugt, 14 metrar að lengd, er rak á land nýdautt við bæinn Kleif í Skefilsstaðahreppi á Skaga þann 15. apríl 1998. Hafði 42 tennur (21+21). Jón Benediktsson bóndi að Kleif heimilaði Sigurði Guðjónssyni í Borgargerði að aflima og senda RÍS-HÍR. Barst 3. maí ´98. Flettur sunnudaginn 3. maí. Sendur til Skinnaiðnaðar h.f. á Akureyri, en verkun tókst ekki sem skyldi. 

f) Ungt dýr, lengd 10,11 metrar, er rak á land á Þingeyrasandi í Húnavatnssýslu, miðja vegu milli ósa, 19. júlí 1998. Áverkalaus og nýdauður. Limskorinn 22. júlí af Magnúsi Ástvaldssyni og Birgi Stefánssyni, rannsóknamönnum á Hafrannsóknastofnun. Afhentur Reðasafninu 23.07.98. Geymdur í formalíni. Birgir hafnaði því að verða gildur heiðurslimur Reðurstofu Íslands.

g) Fullorðið dýr, lengd, fannst rekið við Sauðanesvita, vestan Siglufjarðar, föstudaginn 3. september 1999. Jón Traustason, vitavörður gaf RÍS - HÍR. Limur, 162 cm. langur, reyndist skaddaður og rifinn. Fremri hluti tæmdur og saltþurrkaður, en skinn af efri hluta sent til sútunar í Skinnaverkun h.f. á Akureyri.

h) Fullorðið dýr, 15,8 m. að lengd. Barst lifandi inn á Hrútafjörð, steytti þar á grynningum alllangt frá landi undan bænum Valdasteinsstöðum 27. ágúst 2000. Var ekki með lífsmarki að sjá að morgni 28. ágúst. Barst síðan þaðan á stórstraumsflóði morguninn eftir innar á fjörðinn og strandaði endanlega á grynningum í landi Fjarðarhorns. Dánarorsök garnastífla. Sýni tekin af starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar og hvalurinn limskorinn 1. sept. Lengd lims 170 sm. Reðurstofan fékk gripinn afhentan Í Fjarðarhorni 2. sept. Geymdur í formalíni. Gefendur Jósep Rósinkarsson í Fjarðarhorni og Máni Laxdal á Valdasteinsstöðum. Ásgeir Sverrisson í Brautarholti og Lárus Jón Lárusson í Brekkukoti björguðu gripnum á land og afhentu ásamt Jósep og Mána.

i)Fullorðið dýr, ungt, 14,5m. að lengd. Barst á land, sennilega lifandi, undan bænum Melum í Trékyllisvík á Ströndum aðfaranótt 18. janúar 2004. Fannst þar dautt að morgni. Skinni flett af og sent til sútunar í Skinnaiðnaði, Akureyri. Sútun tókst ekkisem skyldi. Tvær sneiðar skornar til að sýna þversnið. Gefandi Björn G. Torfason bóndi að Melum. R'IS-H'IR 28. jan. 2004.

i2) Sneið (þversnið) tekin ofan við miðjan lim, geymd í formalíni.

i3) Sneið (þversnið) tekin framarlega af lim, geymd í formalíni.

 A 3 * G R I N D H V A L U R (MARSVÍN) ( Globicephala malaena (melas))

 a) Gekk á land í hópi nokkurra dýra í Eiðisvík á Langanesi í október 1991.Geymdur í formalíni.

Vilhjálmur Þórðarson, Eiði, Langanesi, 15.12.1991.

b) Kálfur, 270 cm. langur, barst á land í Trékyllisvík, í landi Finnbogastaða 16. júní 2005 í hópi 22 dýra. Hafa væntanlega komið á land norðar en færst síðar til. Flest illa rotnuð. Linda Guðmundsdóttir gaf R'IS-H'IR 20.06.2005. S.H. 21.06 2005. 'I formalíni.

 A 4 * H Á H Y R N I N G U R ( H Á H Y R N A ) ( Orcinus orca )

 a) Gekk á land ásamt öðrum háhyrningi í landi Núpskötlu á Melrakkasléttu 08.10.1995. Ungt dýr, lengd 610 cm. Haraldur Sigurðsson, bóndi , hafði gefið hvalinn Hjálparsveitinni á Kópaskeri. Eyþór Margeirsson, forsvarsmaður sveitarinnar, lagði RÍS - HÍR til. Hólkur heill, saltaður, þurrkaður, uppsettur á skjöld með silfurplötu. S.H. 13.10.1995.

b)Kom á land á Holtafjörum í Gilsfirði, í landi Stóra Holts og Litla Holts, þann 11. nóvember 2003. Ungt dýr, 5,4 m. að lengd. Barst Reðurstofu Íslands 18.11. 2003. Limur heill með báðum lífbeinum og bakdráttarvöðvum. Gefandi Sæmundur Kristjánsson í Lindarholti í Gilsfirði. Geymdur í formalíni. 

 A 5 * H N Í S A ( Phocoena phocoena )

 a) Fullvaxið, gamalt dýr, með báðum eistum. Veitt 17.08.1985. Geymdur í formalíni. 20.08.1985.Helgi Héðinsson, Húsavík.

b) Ungt dýr, 1-2 ára. Með öðru eista. Veitt 24.05.1985. Geymdur í formalíni. 20.08.1985 Helgi Héðinsson, Húsavík.

c) Fullorðið dýr, 159 cm, með bakdráttarvöðva heilum og báðum lífbeinum. Kom í net bátsins Kristjáns SU frá Eskifirði skammt undan bænum Sigmundarhúsum í norðanverðum Reyðarfirði 5. janúar 1999. Barst RÍS-HÍR 12. janúar 1999. Kom frá Hafró og greindur 5 ára gamall samkvæmt vaxtarlögum í tönnum (Droplaug Ólafsdóttir).Geymdur í formalíni. Páll Leifsson, Eskifirði.

d) Ungt dýr, 125 cm með bakdráttarvöðvum og báðum lífbeinum. Kom í net batsins Hinna frá Húsavík 8. mars 2005. Gefendur Héðinn Jónasson og Hjalti Hálfdánarson skipverjar. S.H. 08.03.2005. Geymdur í formalíni 

e) Fullorðið dýr, um 150 cm, með bakdráttarvöðvum og báðum eistum. Kom í net bátsins Dalarastar frá Húsavík 12. mars 2007. Már Kristjánsson, fyrrv skipstjóri gaf. Kjötið nýtt í stórsteikur. S.H. 12.03.2007. Geymt í formalíni.

f)  Ungt dýr með bakdráttarvöðvum og báðum eistum. Skotið á Skjálfandaflóa í apríl 2008. Helgi Héðinsson, Húsavík. Geymt í formalíni. S.H. Sept. 2008.

g)  Ungt dýr. Limur heill með öðru eista. Skotið á Skjálfanda sumarið 2011. Helgi Héðinsson, Húsavík. Í formalíni.

 A 6 & H N Ú F U B A K U R ( Megaptera novaeangliae (boops))

 a) Mjög ungt dýr, sennilega þessa árs kálfur. Lengd 8,3 m. Fannst nýdauður á reki u.þ.b. hálfa mílu frá landi undan Harastaðavík, nokkrar mílur fyrir norðan Skagaströnd, þann 21. ágúst 1998. Ólafur Bernódusson, ásamt syni og mági, kom fyrstur að dýrinu og drógu þeir það til Skagastrandar, þar sem Droplaug Ólafsdóttir og Birgir Stefánsson frá Hafrannsóknastofnun tóku sýni úr dýrinu. Ólafur Bernódusson gaf RÍS – HÍR gripinn, sem barst safninu 24. ágúst 1998. Varðveittur í formalíni.

b) Ungt dýr, ókynþroska, 11,8 metra langt. Steytti lifandi á grynningum við Hornafjarðarós 14. apríl

2002. Björgunartilraunir reyndust árangurslausar. Sverrir Daníel Halldórsson hjá Hafró limskar 16.04.2002. Afhentur S.H. 6. maí 2002. Geymdur í formalíni.

 A 7 * H N Ý Ð I N G U R ( Lagenorhynchus albirostris )

 a) Mjög ungt dýr, lengd 208 sm. Fannst rekið á fjöru í Ólafsvík 21.11.2000. Limur heill með bakdráttarvöðva og öðru lífbeini. Gefendur Sigríður Þórarinsdóttir er fann hvalinn og Svanhildur Egilsdóttir, er limskar hann. S.H. 22.11.2000. Geymdur í formalíni.

b) Ungt dýr, lengd 222 cm. er Jón Sólmundsson fann rekið á Baugsfjöru við Ólafsvík 25.03.2001. Birgir Stefánsson á Hafró gaf RÍS-HÍR. S.H. 03.04.2001. Geymdur í formalíni.

c) Mjög ungt dýr, 205 cm. Fannst rekið á suðurströnd Seltjarnarness, móts við Bakkatjörn 14. jan. 2002. Fært Hafró 15. jan. Sverrir Daníel Halldórsson gaf RÍS - HÍR 15. jan. Geymt í formalíni. Afar gott eintak með bakdráttarvöðva og báðum lífbeinum.

 A 8 * H R E F N A (H R A F N R E Y Ð U R) (Balaenoptera acutorostrata (rostrata))

 a) Fullvaxið dýr, veitt frá Brjánslæk í júlí 1980. Pæklaður, saltþurrkaður, gráhvítur að lit. Uppsettur á skjöld með silfurplötu.

b) Fullvaxið dýr, veitt á Breiðafirði 11.07.1984, skorinn að Brjánslæk 12.07 1984. Geymdur í formalíni.

c) Hægra eista, vel þroskað, af sama dýri.

d) Fullþroska dýr, þyngd 4810 kg. (kjöt 1200 - 1400 kg.), lengd 7,9 m. Lenti í neti Kóps GK frá Grindavík út af Skerjum við Eldey 13.09. 1994. Ragnar Hauksson og félagar í Fiskverkun Hafliða á Granda í Reykjavík. Hólkur heill, saltaður, þurrkaður og uppsettur á skjöld með silfurplötu.

e) Fullþroska dýr, lengd 8 metrar, þyngd 5122 kg. Lenti í net Saxhamars SH 50 frá Rifi á Snæfellsnesi (skipstjóri Friðþjófur Sævarsson), þann 30. sept. 1998 kl. 15 á stað 65.075 Nb. og 23.246 Vl. á 85-105 faðma dýpi. Magnús Ástvaldsson á Hafró og Jón Sólmundsson í Ólafsvík limskáru. Barst RÍS-HÍR 1. okt. 1998. Geymdur í formalíni.

f) Fóstur, um 2.4 metra langt. Hræ af 8 m. langri hrefnu fannst í fjöru vestarlega í Ólafsvík 26.01.01. Gat var á hrefnunni, aftarlega til hliðar við hrygg og hafði fóstrið skolast þar út og lá í fjörunni skammt frá. Naflastrengur var enn fastur við fóstrið. Meðallengd hrefnukálfa við burð er um 2.8 m. og má því ætla að komið hafi verið nálægt burði. Dýrin voru krufin af Jóni Sólmundssyni , fulltrúa Hafró í Ólafsvík og Droplaugu Ólafsdóttur, líffræðingi á Hafró, sem afhenti RÍS-HÍR gripinn 31. 01.2001. Geymdur í formalíni.

g) Fullorðið dýr, 7,75 m. langt, kynþroska. Veitt 15.sept. 2003, 17 mílur vestur af Gróttu og 10 mílur norður af Garðskaga af bátum Nirði KO 7. Limur heill með bakdráttarvöðvum og báðum lífbeinum. Geymt í formalíni. Gjöf Karls Þórs Baldvinssona skipstjóra og Guðmundar Haraldssonar skyttu á Nirði. Nr. BO 303

h) Ungt dýr, 6,93 m. langt. Veitt á Faxaflóa, á 64,20N og 22,47 V, þann 23. ágúst 2003 af batnum Nirði KO 7. Limur heill með bakdráttarvöðvum og lífbeinum. Geymt í formalíni. R'IS-H'IR 19. des. 2003. Gjöf Droplaugar Ólafsdóttur á Hafró. Nr. BO 203.

A 9 & HÖFRUNGUR ( HUNDFISKUR ) ( Delphinus delphis )

 a) Ungt dýr, 1-2 ára. Veiddur 03.09.1984.Geymdur í formalíni. Helgi Héðinsson, Húsavík.

b) Ungt dýr, 1-1 1/2 árs. Veiddur á Selvogsgrunni 18.04.1994 af Hafrannsóknastofnun á leigubáti, Friðriki Sigurðssyni frá Þorlákshöfn. Saltaður, þurrkaður og settur á skjöld með silfurplötu. Olga Lísa Garðarsdóttir, 20.04.1994. 

 A 10 * LANGREYÐUR ( SÍLDREKI ) ( Balaenoptera physalus )

 a) Veiddur 18.07.1978 frá Hvalstöðinni í Hvalfirði, 140 sjómílur vestur af Hvalfirði. Flettur, sútaður, upprúllaður. 19.07. 1978. Þórir Ólafsson, Akranesi.

b) Veiddur 19.09. 1983 frá Hvalstöðinni í Hvalfirði. Hólkur heill, fylltur silikoni, uppsettur á skjöld með silfurplötu. 20.09.1983.Elmar Þórðarson, Akranesi.

 A 11 # LEIFTUR ( Lagenorhynchus acutus )

Fullorðið dýr er gekk á land þann 29. sept. 2008 við Hákotstanga í Innri - Njarðvík. Beinagrindin fór til Helga Torfasonar við Náttúruminjasafn Íslands. Limur heill án lífbeina.

Gefandi Sverrir Daníel Halldórsson á Hvaladeild Hafrannsóknastofnunar. Geymdur í formalíni. S.H. 01.11.2008.

A 12 # MJALDUR ( Delphinapterus leucas )

 A 13 # NÁHVALUR ( Monodon monoceros )

 a) Veiddur 23. október 2000 af Anders Sanimuinaq Kuummiut í Johann Petersenfjord (ca. 65,58,00 N og 38,20,00 W) á Austur Grænlandi. Þessi fjörður gengur vestur úr miðjum Sermiliq- firði, sem er næsti fjörður vestan við Ammassallik-fjörð. Aldur dýrs u.þ.b. 3 - 4 ára. Lengd tannar um120 cm. Gefandi Sigurður Pétursson, er tilkynnti S.H. um gripinn í tölvupósti 19.11.2000. Jón Tynes flutti með flugi til Íslands 07.04. 2001. S.H. 08.04.2001. Geymdur í formalíni.

b) Hægri tönn úr náhval. Sigríður Elfa Sigurðardóttir keypti í kaupfélaginu í Nuuk í maí 2001 og gaf R'IS-H'IR.

c) Ungt dýr, 470 cm að viðbættri brotinni tönn sem skagaði 80 cm fram úr haus. Fannst rekið á Syðri-Brekknasandi við Hafralónsósa í Lónafirði, innst í Þistilfirði, 21. janúar 2007. Finnandinn Guðjón Gamalíelsson, gaf R'IS-H'IR. Þorvaldur Björnsson og Ásbjörn Björgvinsson grófhreinsuðu beinagrindina og færðu R'IS-H'IR liminn 31. jan. 2007. Geymdurí formalíni.

d) Hægri tönn úr náhval. Douglas Rutherford, dómari í Ottawa, Kanada, keypti tönnina sem reðurbein úr náhval á Baffinslandi og sendi safninu í Júlí 2008.

A 14 $ NORÐHVALUR , Grænlandssléttbakur ( Balaena mysticetus )

A 15 $ SANDLÆGJA, Gráhvalur ( Eschrichtius robustus )

 A 16 * SANDREYÐUR ( Balaenoptera borealis )

 a) Veiddur í ágúst 1980 frá Hvalstöðinni í Hvalfirði. Heill, ópæklaðir. Þurrkaður í saltfiskverkun BÚR á Bráðræðisholti. Brúnleitur. Settur upp á skjöld með silfurplötu. Þórir Ólafsson, Akranesi.

b) Veiddur 19.09.1983 frá Hvalstöðinni í Hvalfirði. Geymdur í formalíni. Elmar Þórðarson, Akranesi.

c) Veiddur 19.09.1983 frá Hvalstöðinni í Hvalfirði.Hólkur heill, fylltur silikoni, uppsettur á skjöld með silfurplötu. Elmar Þórðarson, Akranesi. 

 A 17 $ SLÉTTBAKUR, Íslandssléttbakur, (Eubalaena glacialis / Balaena biscayensis )

 A 18 * STEYPIREYÐUR ( HAFREYÐUR ) ( Balaenoptera musculus / B. sibbaldii )

 a) Rekinn á fjöru í Sandvíkum undir Hafnabergi 06.03.1993. Limskorinn af S.H. 12.03.1993. Ungt dýr, rúmlega 17 metrar. Hólkur heill, saltaður, þurrkaður, uppsettur á skjöld með silfurplötu.

 A 19 * STÖKKULL ( Tursiops truncatus )

a) Fullorðið dýr í stærra lagi. Dánarorsök óljós. Limur heill með bakdráttarvöðva, lífbeinum og báðum eistum. Sigurður Óli konráðsson, Ólafsfirði. 20. okt. 2000. S.H. 22.10.00. Í formalínu.

b) Fullorðið dýr, ungt. Kom í net við Grímsey 2.ágúst 2002. Alfreð Garðarsson, stýrimaður gaf. S.H. 03.08.2002. Geymdur í formalíni. 

A 20 # SKUGGANEFJA, GÆSANEFJA ( GÁSHNALLUR) ( Ziphius cavirostris)

a) Gekk á land á sandfjöru vestan við Kák á Búlandsnesi við Djúpavog 31. des. 1997. Mun vera í þriðja skipti sem hann hefur borið að landi hér, áður á Öræfafjöru 1979 og 1981. Mældist um 7,5 m. að lengd. Limskorinn af Páli Leifssyni, fulltrúa Hafrannsóknastofnunar fyrir Reðurstofu Íslands 3. jan. 1998. Oddvitinn á Djúpavogi (og ljósmyndari Morgunblaðs) Ómar Bogason, gekk vel í málið að beiðni Reðurstofustjóra svo og Gísli Víkingsson, sérfræðingur á Hafró, er sá um flutning gripsins til Reykjavíkur þar sem hann var afhentur Reðurstofustjóra á Hafró að morgni þrettándans, 6. jan.Limur heill með inndráttarvöðva og vöðvafestingum við lífbein. Geymdur í formalíni.

A 21 # NORRÆNI SVÍNHVALUR, NORÐSNJÁLDRI ( Mesoplodon bidens )

A 22 # RÁKAHÖFRUNGUR, SPRETTINGUR ( Stenella coeruleoalba ) 

a) Rak á land ásamt þremur öðrum 2. sept. 1998 við Langatanga í Leiruvogi, Mosfellsbæ. Mjög ungt dýr, aðeins 145 cm langt og ókynþroska. Þetta var í anað sinn sem vitað er um að rákahöfrung hafi rekið á land á Íslandi. Droplaug Ólafsdóttir á Hafró krufði í jan. 2005 í samvinnu vi Þorvald Björnsson á Náttúrufræðistofnun. Magi var galtómur. Þorvaldur Björnsson gaf safninu 7. júlí 2006. Geymdur í formalíni.

      

        

A 23 # KRÓKSNJÁLDRI ( Mesoplodon densirostris )

Ö N N U R   D E I L D : B I R N I R

B 1 # ÍSBJÖRN ( HVÍTABJÖRN, PÓLARBJÖRN ) ( Ursus maritimus )

a) Fullvaxið dýr. Drepinn 23.06.1993, 67 sjómílur NV af Horni og 10 sjómílur undan ísjaðrinum, af skipverjum á Guðnýju ÍS frá Bolungarvík. Skipstjóri Jón Pétursson.Útbúið fyrir RÍS - HÍR í ágúst 1995. Sin og eistu. Úrbeinaður. Geymt í formalíni. S.H. 29.08.1995.

Þ R I Ð J A   D E I L D : S E L I R

* = Kæpa við Ísland 

+ = Gestir við Ísland

C 1. + BLÖÐRUSELUR ( Cystophora cristata )

a) Gamall með báðum eistum. Veiddur 28.04. 1988. Geymdur í formalíni. 25.05.1988. Helgi Héðinsson, Húsvík.

b) Fullorðið, ungt dýr. Limbein (Os penis). Veiddur vorið 2002. Helgi Héðinsson, Húsavík Afhentur 24. júlí 2002.

c)  Limbein úr fullorðnu, ungu dýri, ca. 4 ára, skotið á Skjálfandaflóa í ágúst 2008. Helgi Héðinsson, Húsavík.

c1)  Limur af c, flettur að endilöngu, með báðum eistum. I formalíni.

C 2. + HRINGANÓRI ( Phusa hispida )

a) Gamalt dýr. Veiddur 21.03.1990.Geymdur í formalíni. 08.01. 1991.Helgi Héðinsson, Húsvík.

b) Gamalt dýr, óvenju stórt. Veiddur 16.01.1998. Með báðum eistum. Geymdur í formalíni. 26.06.1998. Helgi Héðinsson, Húsavík.

c1) Reðurbein úr fullorðnu dýri, stóru. Kom í net út af Tjörnesi 14. mai 2005. Helgi Héðinsson, Húsavík.

c2) Eistu úr c1). Í formalíni.

C 3 + KAMPSELUR ( Erignathus barbatus )

a) Ungt dýr, 2-3 ára. Veiddur 06.04.1988. Geymdur í formalíni. 25.05.1988. Helgi Héðinsson, Húsavík.

b) Ungt dýr, 2 ára. Veiddur 13.05.1988. Geymdur í formalíni. 25.05.1988. Helgi Héðinsson, Húsavík.

C 4 * LANDSELUR ( Phoca vitulina )

a) Veturgamall. Veiddur 08.05.1985.Geymdur í formalíni. 20.08.1985. Helgi Héðinsson, Húsavík.

b) Limbein ( Os penis.) Ungt dýr. Þorsteinn Jónsson sendi til Mexíkó 1981. Toby stytti að framan.

c) Limbein ( Os penis ). Fullorðinn. Úr fjöru við Grindavík. S.H. 12.01.1992.

d) Fullorðið dýr, ungt, skotið á Skjálfandaflóa vorið 2008. Limur heill með beini og báðum eistum. Helgi Héðinsson, Húsavík. Í formalíni. S.H. sept. 2008.

C 5 * ÚTSELUR ( Halichoerus grypus)

a) Fullorðið dýr. Veiddur í ágúst 1983 á Breiðafirði. Geymdur í formalíni. 18.05.1984. Erlingur Hauksson, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.

b) Fullorðið dýr. Veiddur haustið 1984 á Breiðafirði. Geymdur í formalíni. 28.04.1985. Benedikt Jónsson, Reykjavík.

c) Ungt dýr, eins árs eða á fyrsta ári. Veiddur 17.04.1985. Geymdur í formalíni. 20.08.85 Helgi Héðinsson, Húsavík.

d) Limbein ( Os penis ). Fullorðinn, ungur. Fóðurstöðin Dalvík, ágúst 1985.

e1) Ungt dýr, 3ja vetra.

e2) Eistu úr e1) Í formalíni.

C 6 + VÖÐUSELUR ( Pagophilus groenlandicus )

a) Ungt dýr, tveggja ára. Veiddur 24.02.1986. Geymdur í formalíni. 17.06.1986. Helgi Héðinsson, Húsavík.

b) Ungt dýr, eins árs (dropi). Veiddur 12.02. 1988. Geymdur í formalíni. 25.05.1988. Helgi Héðinsson, Húsavík.

c) Gamalt dýr, brúnskjótt. Veiddur 09.05.1988. Geymdur í formalíni. 25.05.1988. Helgi Héðinsson, Húsavík.

d) Fullorðið dýr, brúnskjótt. Veiddur 24.03.1995. Með báðum eistum. Geymdur í formalíni. 26.06.1998. Helgi Héðinsson, Húsavík.

e1) Gamalt dýr. Veiddur í apríl 2003. Flettur að endilöngu, án beins. Geymdur í Tequila.

e2) Limbein úr e1). Helgi Héðinsson, Húsavík. R'IS-H'IR 2.06.2003.

f) Ungt dýr (dropi), tveggja vetra. Veiddur 14. febrúar 2005. Helgi Héðinsson, Húsavík.

    1) Limbein S.H. 07.03.2005.

    2) Bæði eistu. Geymd í formalíni. S.H. 07.03. 2005.

g) Ungt dýr, tveggja til þriggja ára, 150 cm, mjög feitur. Lenti í netum bátsins Hinna frá Húsavík, 7. mars 2005. Skipverjar Héðinn Jónasson og Hjalti Hálfdánarson gáfu R'IS-H'IR sama dag. Limbein. S.H. 07.03.2005.

h) Ungt dýr, tveggja ára. Kom í net á Skjálfanda í mars 2006. Helgi Héðinsson, Húsavík.

    1) Limbein. S.H. 16.04.2006.

    2) Bæði eistu. Geymd í formalíni. S.H. 16.04.2006.

i) Ungt dýr, dropi, tveggja ára. Kom í net á Skjálfanda út af Kaldbak í mars 2008. Gefandi Helgi Héðinsson, Húsavík. Í formalíni.

j)  Ungt dýr, dropi, tveggja ára. Skotinn á Skjálfanda vorið 2008. Limur heill með báðum eistum. Gefandi Helgi Héðinsson, Húsavík. Í formalíni. S.H. 09.2008.

k) Ungt dýr, þriggja ára. Limur heill með báðum eistum. Veiddur á Skjálfanda í mars 2011. Helgi Héðinsson, Húsavík. Í formalíni.

l) Mjög ungt dýr, "dropi",tveggja ára. Veiddur á Skjálfanda í ágúst 2011. Helgi Héðinsson, Húsavík. 'I formalíni.

C 7 + ROSTUNGUR ( Odobenus rosmarus ) 

a) Limbein ( Os penis ). Keyptur í Fairbanks, Alaska, 23.09.1991. Ásamt óðinum „ Ode to an Oosik". Þráinn Bertelsson, Reykjavík. 

b) Limbein (Os penis, baculum) Kemur frá Iqaluit (Frobisher Bay), Nunavut (Norð-austur Kanada). Keypt á handverksýningunni Vestnorden Arts & Craft í Laugardalshöll í sept. 2004.

c)  Mjög gamalt dýr og gríðarstórt er gekk á land í Ófeigsfirði á Ströndum í ágúst 2008 og drapst skömmu síðar. Lengd 413 cm, þyngd ca. 1500-1600 kg. Limur heill með beini (limur ríflega 100 cm og bein 62 cm) og báðum eistum. Pétur Guðmundsson, landeigandi limskar og hringdi á Reðasafnið og bauð gripinn. Geymdur í formalíni. S.H. sept 2008.

F J Ó R Ð A   D E I L D : L A N D S P E N D Ý R

D 1 GEITHAFUR ( Caper hircus) 

a) Ungt dýr. Geymt í fomalíni. 17.11. 1983. Karl Fr. Kristjánsson, Mosfellsbæ. 

b) Fullorðið dýr með pung. Geymt í formalíni. 10.10.1984. Bergljót Gunnarsdóttir. Gretar Halldórsson, S.S. Selfossi.

c) Ungt dýr. Limur með svörtum pung og báðum eistum. Erik Jensen, Akureyri. Geymt í formalíni. 28.11.2001.

d) Ungt dýr. Limur með hvítum pung og báðum eistum. Erik Jensen, Akureyri.Geymt í formalíni. 28.11.2001.

e) a) Ungt dýr. Limur með báðum eistum Erik Jensen, Akureyri. Í formalíni.

e) b) Pungskinn af ea). Skinn þanið og þurrkað. Erik Jensen, Akureyri. 28.11.2001.

D 2 HAGAMÚS ( Apodemus sylvaticus )

a) Með eistum og eistalippum. Geymt í fomalíni. Ágúst 1985. G. Svansdóttir. Guðmundur Hermannsson, Fjalli, Seyluhreppi.

b) Fullorðið dýr, limur og eistu. Frá Guðmundi Björnssyni, Hreinsunard. Rvíkur. Geymt í formalíni. Febrúar 2002. S.H.

c) Fullorðið dýr. Limur heill með beini. Frá Smyrlabjörgum, A-Skaft. 18.11.2003. Gefandi dr. Karl Skírnisson, Keldum. 05.12.2007. 'I etanóli.

d,e)  Reðurbein úr tveimur steggjum. Frá Smyrlabjörgum, A-Skaft. 18.11.2003. Gefandi dr. Karl Skírnisson, Keldum. 05.12.2007. 'I formalíni. 

D 3 HESTUR ( Equus caballus )

a) Ungur, skjóttur. Geymdur í formalíni. Ágúst 1980. Sigurður Guðmundsson. S.S. Selfossi.

b) 1 Bæði eistu; Foli, 3ja vetra, jarpskjóttur frá Akureyri. Foreldrar: Kolfinnur frá Kvíarhóli í Ölvusi. Móðir: Vissa frá Hálsi í Kjós.Ármann Gunnarsson, dýralæknir á Akureyri. 26.06.1997.

c) 2 Bæði eistu; Foli, 3ja vetra, brúnskjóttur frá Ásmundi Eysteinssyni á Högnastöðum. Ármann Gunnarsson, dýralæknir á Akureyri. 26.06.1997.

c) Fullorðinn hestur úr Hraungerðishreppi. Reyktur (til átu?). Tryggvi G. Hansen gaf

 safninu 3. sept. 1998. Geymdur í formalíni.

d) Ungur graðhestur. Limur heill með pung og báðum eistum. Erik Jensen, Akureyri, í júlí 2001. Geymdur í formalíni.

e) Ungur graðhestur. Limur heill með báðum eistum. Erik Jensen, Akureyri, í júlí 2001. Geymdur í formalíni.

f)1,2,3. Þrír hestvölsar kryddaðir með salti, salvíu, basilikum, timían, dilli, múskati, rósmarín, oregano og kryddmæru (marjoram). S.H. apríl 2006.

g) Fimm vetra graðhestur, Lagsi frá Bár í Flóa, fæddur 2002. Limur heill með pung og báðum eistum. Litur móálóttur, vindóttur. Gefandi er eigandi Lagsa Dr. Páll Imsland. Sumar 2007. Geymdur í formalíni. Sjá frekari upplýsingar; mynd, ættartölu og bréf frá gefanda.

h)  24 vetra graðhestur, Hjörtur frá Tjörn (1985-2009) Limur heill með pung og báðum eistum. Gefandi er Ármann Gunnarsson dýralæknir, síðasti eigandi Hjartar. Hjörtur var margverðlaunaður graðhestur svo sem sjá má af meðfylgjandi skjali. Skráðir afkomendur: 288  Október 2009. Geymdur í formalíni.

D 4 HRÚTUR ( Ovis aries )

a) Fullorðinn með heilum pung. Geymdur í formalíni. Okt. 1982.Bergljót Gunnarsdóttir. S.S. Selfossi.

b) Fullorðinn. Geymdur í formalíni. Okt. 1982. Bergljót Gunnarsdóttir. S.S. Selfossi. 

c) Fullorðinn með eistum. Geymdur í formalíni. Okt. 1982. Bergljót Gunnarsdóttir. S.S. Selfossi.

d) Tveggja vetra með báðum eistum. Pungskinn elt. Erik Jensen, Lóni við Akureyri. Geymdur í formalíni. Október 1998. 

da) Pungskinn elt af D 4 d)

e) Tveggja vetra með báðum eistum. Pungskinn elt. Erik Jensen, Lóni við Akureyri. Geymdur í formalíni. Október 1998. 

ea) Pungskinn elt af D 4 e)

f) Pungskinn af veturgömlum hrúti frá Steiná, A-Hún. Gefandi Sigurjón Stefánsson. Þurrkaður og þaninn og gerður af ljósakúpull. S.H. des. 1999. 

g) Lampaskermur gerður úr 10 spýttum hrútspungum.. J.K.S. og S.H. okt. 2000.

h) Forystuhrúturinn Sveinbjörn frá Grímsstöðum á Fjöllum (2000 – 2008). 

Gefendur Sigríður Hallgrímsdóttir og Bragi Benediktsson á Grímsstöðum.

Pungskinn þanið og gerður af borðlampi. Undirstaða flögugrjót frá Biskupshálsi

sunnan Grímsstaða. Ásamt mynd og ættartölu. S.H. sept. 2008  

D 5 HÚSAMÚS ( Mus musculus ) 

a) Fullorðið dýr. Geymt í formalíni. Ágúst 1980. Guðrún Svansdóttir.

b) Fullorðið dýr. Geymt í formalíni. 09.02.1984. Guðrún Svansdóttir.

c) Fullorðið dýr. Limur og eistu. Guðmundur Björnsson, Hreinsunardeild Rvíkur, febr. 2002. Geymt í formalíni. S.H.

d) Fullorðið dýr. Limbein (Os penis). Guðm. Björnsson. S.H. Febrúar 2002.

D 6 HREINDÝR ( Rangifer tarandus (cylindricornis ))

a) Fullorðið dýr frá Austurlandi. Geymt í formalíni. Ágúst 1980. Ármann Halldórsson, Egilsstöðum.

b) Tvö fullorðin dýr frá Austurlandi. Geymd í formalíni. Ágúst 1980. Ármann Halldórsson, Egilsstöðum.

c) Fullorðið dýr með eistum og pung. Ágúst 1999. Skúli Magnússon, Tókastöðum veiddi og gaf ásamt Benedikt Vilhjálmssyni, Egilsstöðum. Geymt í formalíni. S.H. 27.08. 1999.

d) Fullorðið dýr með eistum og pung. Sólmundur Tr. Einarsson veiddi 5 september 2012 Í Hestabotnum í Djúpavogshreppi. Gefið á safnið  af Sólmundi og Arne Sólmundssyni 28 Sept. 2012.

D 7 HUNDUR ( Canis familiaris )

a) Minkahundur ( Dachshunds-afbrigði) Geymdur í formalíni. S.H. 27.08.1993. Guðmundur Þ. Björnsson, Hreinsunardeild Gatnamálastjóra.

b) Hálfíslenskur, 7 - 8 ára. Felldur 05.04.2000. S.H. 30.04.2000. Geymdur í formalíni. Óskar Ólafsson, bóndi að Steiná II.

c) Limbein (os penis). Tólf ára gamall Labrador. Guðmundur Björnsson. 26.06.2000.. 

D 8 KÖTTUR ( Felis catus )

a) Síamsblendingur. Með eistum. Geymdur í formalíni. G.Svansdóttir.19.03.1986. Guðmundur Þ. Björnsson, Hreinsunardeild Gatnamálastjóra.

b) Fullorðinn, stór, bröndóttur. Pungur heill með eistum og lim. Í formalíni. 15.11.2002.

c) Fullorðinn, stór, gulleitur. Limur heill með beini. Í formalíni. 15.11.2002.

d) Fullorðinn, svartur. Limbein. 15.11.2002.

D 9 MINKUR ( Mustela vison )

a) Fullorðið dýr, villt. Með eistum. Geymdur í formalíni. G. Svansdóttir. 19.03.1986. Þorvaldur Björnsson. Veiðistjóraembættið.

b) Fullorðið dýr, villt. Með eistum. Geymdur í formalíni. G. Svansdóttir. 07.04.1992. Guðmundur Þ. Björnsson. Hreinsunardeild Gatnamálastjóra.

c) Fullvaxið dýr,villt. Með eistum. Skotinn við Mjóavatn á Mosfellsheiði 03.10.1999 af Hirti Gísla Sigurðssyni. Geymdur í formalíni.

d) Fullorðið búrdýr. Með eistum. Frá Dalsbúi h.f. Helgadal. Gefandi Ásgeir Pétursson. Geymdur í formalíni. 08.11.2000. 

e) Limbein (os penis, baculum) úr þremur fullorðnum eldisdýrum. Frá Dalsbúi hf. í Helgadal. Ásgeir Pétursson. 08.11.2000.

f) Sjá e

g) Sjá e

h) Limbein úr óvenjustórum villimink. Guðmundur Björnsson, Hreinsunardeild. 24.02. 2001.

i) Fullorðið, ungt en nokkuð stórt dýr, er lenti í gildru við Mjóavatn á Mosfellsheiði í Mars 2001. Limur heill með pung og eistum. Geymdur í formalíni. Gefandi Hjörtur Gísli Sigurðsson. S.H. 03.04. 2001.

j) Fullorðið dýr, óvenju stórt, er lenti í gildru við Mjóavatn á Mosfellsheiði 7. mars 2004. Limur heill með pung og báðum eistum. Geymdur í formalíni. Gefandi Hjörtur Gísli Sigurðsson. S.H. 08.03. 2004.

k) Fullorðið dýr er lenti í gildru við Mjóavatn á Mosfellsheiði 2. mars 2004. Limur heill með pung og báðum eistum. Geymdur í formalíni. Gefandi Sigurður Hjartarson, yngri. S.H. 22.03.2004.

D 10 NAUT ( Bos taurus )

a) Fullorðið dýr, ungt, af Snæfellsnesi. Sútuð sin. 1974. Guðmundur Þorgrímsson, Akranesi. Fyrsta eintak Hins Íslenzka Reðasafns.

b) Fullorðið dýr. Sin geymd í formalíni. 10.10.1984.Gretar Halldórsson. S.S. Selfossi.

c) Fullorðið dýr. Sin og eistu. Geymt í formalíni. 10.10.1984.Gretar Halldórsson. S.S. Selfossi.

ca) Pungskinn elt. S.H. okt. 1984.d) 

d) Fullorðið, stórt dýr. Sin, u.þ.b. 85 sm. söltuð og þurrkuð og gerður af göngustafur. Erik Jensen, Lóni við Akureyri. Október 1998.

e) Pungskinn af nautum. Erik Jensen, Lóni við Akureyri. Þurrkuð og þanin og gerðir af ljósakúplar. S.H. janúar - febrúar. 2000.

f) Sjá e

g) Sjá e

h) Sjá e

i) Pungskinn af nautum. Erik Jensen, Lóni við Akureyri. Þurrkuð og þanin og gerðir af ljósakúplar. S.H. janúar - febrúar. 2000.

j) Fullorðið dýr. Limur og pungur með eistum. Erik Jensen. Feb. 2000. Í formalíni.

k) Flaggstöng. Þurrkuð nautssin af fullorðnu dýri. Erik Jensen, Akureyri. Ágúst 2001.

l) Tvær svipur (bendiprik fyrir kennara?) af þurrkuðum sinum ungra nauta. Erik Jensen, Akureyri. Ágúst 2001. 

m) Sjá l

D 11 REFUR ( Alopex lagopus (ferus islandicus ))

a) Fullorðið dýr. Veiddur 1979. Geymdur í formalíni. Sigurjón Stefánsson, bóndi að Steiná.

b) Ungt dýr. Tekinn við greni í vestari brekku Rugludalsbungu ásamt gamalli læðu og tveimur yrðlingum, 10. júlí 1995. Bæði dýrin hvít. Geymdur í formalíni. S.H. Akureyri í júlí 1995. Skott varðveitt. Sigurjón Stefánsson, bóndi að Steiná.

c) Ungt dýr, um tveggja ára. Hvítur. Skotinn við Ströngukvísl 26. mars 2000. Geymdur í formalíni. S.H. 30.04.2000. Sigurjón Stefánsson, bóndi að Steiná.

d) 1) Fullorðið dýr, mjög stórt. Skotinn við Ströngukvísl í febrúar 2001. Limur án beins. Sigurjón Stefánsson, bóndi að Steiná.

2) Limbein (os penis) úr d1)

e) Ungur refur, skotinn við Kóngsás við Þjórsá 19. ágúst 2002. Limur heill með eistum og pung. Geymdur í formalíni. 23.08.2002.

D 11 (2) BLÁREFUR ( Alopex lagopus saeptus Grenvicensis) 

a) Fullorðið dýr, búrdýr frá loðdýrabúinu Rándýri ehf., Rimum, Grenivík. Limur heill með beini og báðum eistum. Tómas Jóhannesson, Grenivík, gaf 04.11.2000. Geymdur í alkóhóli. S.H. 05.11.2000.

b) 1) Fullorðið dýr, búrdýr frá loðdýrabúinu Rándýri ehf., Rimum, Grenivík. Limur án beins en með báðum eistum. Tómas Jóhannesson, Grenivík. Í alkóhóli. S.H. 05.11.2000.

 2) Limbein úr b1).

D 12 BRÚNROTTA ( MÓRAUÐ ROTTA ) (Rattus norvegicus)

a) Fullorðið dýr. Geymdur í formalíni.Guðrún Svansdóttir. Ágúst 1980.

b) Fullorðið dýr. Albínói. Með báðum eistum og sáðkirtlum. Krufinn í M.H. 17.11.1999.

c) Limbein úr fullorðnu dýri. Guðmundur Björnsson, Hreinsunardeild. 24.02.2001.

D 13 SVARTROTTA (Rattus rattus)

a) Fullþroska dýr. Með eistum. Veidd í kjallarageymslu í húsi í Reykjavík, 31.08.1992 af Birni Einarssyni hjá Hreinsunaedeild Gatnamálastjóra. Eina dýrið sem veiðst hefur í Reykjavík, a.m.k. síðan síðan 1974. Sigurkarl Stefánsson, M.H. 20.04.1993. Guðmundur Þ. Björnsson, Hreinsd. Rvík. 

b) Fullorðið dýr. Með pung og báðum eistum. Frá Ásmundi Pálssyni, meindýraeyði í Vestmannaeyjum. Geymt í formalíni. Águst 2001.

c) Limbein úr fullorðnu dýri. Frá Ásmundi Pálssyni í Eyjum. Ágúst 2001.

d) Limbein úr ungu,kynþroska dýri. Frá Ásmundi Pálssyni í Eyjum. Ágúst 2001.

D 14 SVÍN (Sus scrofa (domestica))

a) Fullorðið dýr. Geymdur í formalíni. Ágúst 1980. Sigurður Guðmundsson, S.S. Selfossi.

b) Tveggja vetra, með báðum eistum. Í formalíni. Erik Jensen, Lóni við Akureyri. Október 1998.

c) Fullorðinn með báðum eistum. Í formalíni. Erik Jensen, Lóni við Akureyri. Október 1998.

d,e) Tvö ung dýr, þurrkuð sem bakklórur (tannstönglar?). Erik Jensen. Ágúst 2001

f) Gamall göltur, þurrkaður gormlaga. Erik Jensen, febrúar 2005.

g) Gamall göltur, þurrkaður. Erik Jensen, maí 2006. Bendiprik reðurstofustjóra.

h) Ungt dýr, ca. 6 mánaða. Jan. 2008. Í formalíni.

D 15 MAÐUR (Homo sapiens sapiens)

a) Forhúð af fertugum Íslendingi, maí 2002. Gefandi óþekktur.

b) Limur heill með pung og báðum eistum af 95 ára herramanni, sbr. gjafabréf 1996. Í formalíni. Apríl 2011.

c) Bæði eistu og eistnalyppur 55 ára Íslendings, febrúar 2008. Gefandi óþekktur. Í formalíni.

D 16 KANÍNA (KÚNINGUR) (Lepus cuniculus L.)

a) Fullorðið undaneldisdýr frá kanínubúinu að Syðra-Brennihóli, Glæsibæjarhreppi, Eyjafirði. Með báðum eistum. Gefendur Guðmundur Hansen og Sveinn Steingrímsson. S.H. 25.06.1998.

D 17 NAGGRÍS ( Cavia cobaya Schreb / Cavia porcellus)

a) Með báðum eistum. Guðrún Svansdóttir, M.H. feb. 1984.

b) Fullorðið dýr. Albínói, með báðum eistum og sáðkirtlum. Krufinn í M.H. 18.11.1999.

c) Limbein (os penis, baculum) úr fullorðnu dýri. S.H. feb. 2001.

d) Limbein (os penis, baculum) úr ungu dýri. S.H. feb. 2001.

e) Fullorðið dýr. Limur heill með beini. Krufinn í MH 13.02.2002. S.H.

D 18 HAMSTUR (Mesocricetus auratus)

a) Fullorðið dýr með báðum eistum og sáðkirtlum. S.H. M.H. 17.10.2000.

b) Limbein (os penis). Fullorðið dýr. S.H. M.H. 17.10.2000. 

D 19 RAUÐREFUR (SILFURREFUR) (Vulpes vulpes saeptusThrandarstadensis)

a) Fullorðið búrdýr með báðum eistum. Karl Jóhannsson, Þrepi við Þrándarstaði, Eiðaþinghá, 14.12.2000. S.H. 15.12. 2000. Í formalíni.

b) Fullorðið dýr með báðum eistum. Karl Jóhannsson, Þrepi.14.12. 2000. Í formalíni.

c) Limbein úr fullorðnu dýri. Karl Jóhannsson,Þrepi. 14.12. 2000. S.H. 15.12.2000.

d) Limbein úr fullorðnu dýri. Karl Jóhannsson, Þrepi. 14.12.2000. S.H. 15.12.2000. 

D  20  STÖKKMÚS   (Meriones unguiculatus)

a) Fullorðið dýr, 5 - 6 ára, limur heill og bæði eistu. Sverrir Jóhannsson, Húsavík. Sept. 2011. 'I formalíni.

b)  Fullorðið dýr, 5 - 6 ára. Limur heill. Sverrir Jóhannsson, Húsavík. Sept. 2011. Í formalíni.

ÞJÓÐFRÆÐIDEILD (Pars folklorica Islandica):

 PFI 1 HULDUMAÐUR (Homo sapiens Obscurus) 

 Fullorðinn. Stefán Valgeirsson alþingismaður gaf RÍS - HÍR í janúar 1989. Geymdur í íslensku bergvatni. S.H. 15.01.1989. 

PFI 2 NYKUR (Equus fabulosus Aquaticus (Islandicus)) 

 Fullorðið dýr. Úr Katanestjörn á Hvalfjarðarströnd. Geymdur í formalíni. Gefandi Þorsteinn Jónsson frá Stillholti. S.H. 06.06.1998.

PFI 3 SKOFFÍN (Alopex - felis Islandicus) 

 Limbein (Os penis). Skotinn í Lundareykjadal í Borgarfirði í október 1912. RÍS - HÍR 1993.

PFI 4 SKUGGABALDUR (Felis - alopex Islandicus) 

a) Limbein (Os penis). Fannst nýdauður í túnfæti að Skottastöðum, Bólstaðarhlíðarhreppi, A-Hún. í apríl 1876. Gefið S.H. 1952.

b) Limbein (Os penis) Veiddur í refagildru á bænum Skjaldfönn, Skjaldfannardal á Langadalsströnd, Norður Ísafjarðarsýslu í nóvember 1893. RÍS - HÍR í febrúar 1991.

PFI 5 HAFSTRAMBI (Homo maritimus Antiquus) 

Kominn frá Jóni Sigurðarsyni, bónda í Dældarkoti, Helgafellssveit, afa Silunga-Björns, á síðari hluta 17. aldar. RÍS - HÍR 1983.

 PFI 6 MARBENDILL, MARMENNILL, MARDVERGUR, HAFMAÐUR, SÆBÚI (Nanus crinitus Maritimus) 

Dreginn á færi af Jóni Jónssyni, þurrabúðarmanni í Kvíguvogum (Vogum) á Vatnsleysuströnd á síðasta áratugi 18. aldar. RÍS - HÍR í júlí 1986. 

 PFI 7 FJÖRULABBI (Aries / Canis conchacus Maritimus) 

Limbein (Os penis) Jón Magnússon, vinnumaður í Bjarnanesi, A - Skaft. fann í júní 1848. Jón var sagður „óskreytinn, skikkanlegur og fámálugur og sæmilega gáfaður". RÍS - HÍR í ágúst 1981.

PFI  8   FJÖRULALLI   (Homo unipes, unimanus et luscus Maritimus) Fannst í eynni Saurlátri á Breiðafirðí á ofanverðri 18. öld. Geymdur í formalíni. RÍS - HÍR haustið 1997. Sækind sem leitast við að hrekja menn í sjóinn.

PFI  9   SÆNAUT  (Bos taurus Aquaticus (Islandicus) Kominn frá Bjarna sterka bónda í Breiðuvík við Borgarfjörð í Múlasýslu á fyrri hluta 18. aldar.  RÍS - HÍR í september  1977.

PFI  10  TRÖLL  (Homo gigantus Islandicus) Ungur sveinn, algerlega steingerður. Fannst í Náttfaravík utan Köldukinnar í ágúst 1941. RÍS - HÍR á jólum 1994.

 PFI  11   NADDI  (Monstrum terribilis Njardvicensis)  Os penis. Drepinn  í Naddagili af Jóni bónda Björnssyni í Gilsárvallahjáleigu, Borgarfirði eystra um miðja 18. öld. RÍS - HÍR 1986.

PFI  12  JÓLASVEINN  (Homo natalicus Islandicus)Giljagaur/Dúðadurtur/Litlipungur/Flórsleikir. Fannst látinn við rætur Esju sunnanverðrar á þrettánda 1985. Geymdur í vínanda. Gefinn RÍS - HÍR af fyrrum borgarstjóra í Reykjavík 6. janúar 2000.

PFI  13   TILBERI, SNAKKUR  (Costa humana lactea Lanata)  Drepinn í fjárhúsum að Hafrafelli, Reykhólasveit síðla árs 1832 . Geymdur í formalíni.  RÍS - HÍR í janúar 1992.

PFI  14   UMSKIPTINGUR  (Nanus subterraneus subditus (Joekuldalensis)

Frá Hnefilsdal á Jökuldal. Lést þar á bæ óskírður í mars 1834.  Geymdur í formalíni. RÍS - HÍR í maí 1980.

PFI  15    ÁLFUR  (Homo sapiens Mysticus (invisibilis) )  Limbein (Os penis). Óvenju stórt og gamalt eintak. Fannst í jörðu utan kirkjugarðs að Skeggjastöðum í Bakkafirði. Sennilega úr heiðnum sið. Gefið RÍS-HÍR af fyrrverandi prestsmaddömu á Skeggjastöðum um jólaleytið 1995.

PFI  16    FLÆÐARMÚS   (Mus litoris Locupletatus)  Limbein (Os penis). Fannst í fjöru undir Festarfjalli við Grindavík 16. nóvember 1993.  Kynjamús sem dregur eiganda sínum peninga úr sjó.

 PFI   17   HULDUHAFUR  (Caper hircus obscurus Conglaciatus (Purkholensis))  Frá Hólahólum á Snæfellsnesi. Fannst frosinn í jökuljaðri af Árna hrók, syni Stefáns bónda á Hellu er sá hafurinn nokkru fyrr. 18. öld. Gefinn RÍS-HÍR af afkomendum Stefáns.

PFI   18   ÞORGEIRSBOLI   (Bos taurus folkloristicus Islandicus (Thorgeirensis)  Frægasti uppvakningur Íslandssögunnar. Gefið RÍS - HÍR í janúar1983 af afkomendum Jóhanns Þorgeirssonar og Lilju Sölvadóttur, er lengi bjuggu að Keldum í Sléttuhlíð í Skagafirði á ofanverðri 19. öld. Jóhann var afkomandi Þorgeirs Jónssonar (eða Stefánssonar) eða Galdra-Geira (d. 1801 eða 1802) er vakti upp Þorgeirsbola á s.hl.18. aldar.

PFI   19   HULDUHRÚTUR  (Ovis aries mysticus Hnallthorensis) „Morauður, vaninhyrndur, sló á hann gyltum bjarma".  Gjöf frá systurdóttur Frk. Hnallþóru, er sá hann í jökulvörpum sunnanundir Snæfellsjökli. Sjá Halldór Kiljan Laxness: Kristnihald undir Jökli ( Rvík1968), 5. kafli. RÍS-HÍR, feb. 1998.

PFI    20  SNÆFJALLADRAUGURINN  (Umbra malefica Snaefiallensis)  Kemur af Jóni Jónssyni, prests Þorleifssonar á Stað á Snæfjallaströnd (prestur þar 1588 - 1615, virðist enn á lífi 17. ágúst 1643). Jón Jónsson hrapaði til bana við fjárleit í Snæfjallahlíðum, gekk aftur og varð brátt hin mesta meinvættur, svo sem getið er í árbókum. Jón prestur kvað drauginn son sinn endanlega niður með miklum tilfæringum sem frægt er. Þórarinn Ólafsson, kennari á Akranesi (1912 - 1995) gaf RÍS-HÍR í nóvember 1977, en Þórarinn var fæddur  á Nauteyri á Langadalsströnd og alinn upp í Furufirði í Grunnavíkurhreppi. Þórarinn var afkomandi Bjarna Bjarnasonar á Arngerðareyri og Sigríðar, dóttur séra Jóns Þorleifssonar og alsystur Jóns yngra.  Geymdur í vígðu vatni.

PFI   21   URÐARKÖTTUR, NÁKÖTTUR (Feles catus necrophaga Thingmulensis)

Skorpin eistu úr urðarketti þeim er lagðist á lík í kirkjugarðinum í Þingmúla í Skriðdal í tíð Sr. Engilberts Þórðarsonar (1783 – 1862 ) er þjónaði Þingmúla á árunum 1820 – 1851. Gripurinn er kominn frá einum afkomanda einkasonar Sr. Engilberts, Einari, f. 1819, er fluttist til Vesturheims og andaðist að Ökrum (Akra) í N-Dakota árið 1908.  „ Urðarköttur er og í engu frábrugðinn öðrum köttum nema hann er miklu grimmari og verður eigi taminn. Grefur hann sig jafnan í kirkjugarða og leggst á ná, því er hann og kallaður náköttur. Nákettir eru svo stórir sem vetrungar þegar þeir koma upp. Oft eru urðarkettir þrjú ár í kirkjugarði áður en þeir koma upp en þá eru þeir nær því óvinnandi. Augnaráð urðarkatta er svo illt að það er banvænt og fáar skepnur standast það og hríðdeyja sem þeir sjá fyrri þegar þeir fyrst koma upp" Sjá Sigfús Sigfússon: Íslenskar þjóðsögur og sagnir lV, Rvk. 1982.

                       

ÖNNUR DÝR  (Alia animalia)

                       

AA 1  KARFI  (Sebastes marinus).  Gullkarfi (aldamótakarfi), 73 cm. langur og 6870 gr. þungur. Veiddist í svokallaðri Brún fyrir utan Hellissand á 50 metra dýpi þann 17. janúar 2001 af Óla Olsen á bátnum Óla Færeyingi SH. Svanhildur og Jón, fulltrúar Hafró í ÓLafsvík, gáfu RÍS-HÍR, 24.01.2001.

AA  1b  KARFI  (Sebastes marinus) Aldamótakarfi, 65 cm langur og 5,2 kg. Veiddist á Skjálfandaflóa 17. mars 2006 af netabátnum Hrönn ÞH 36. Gjöf skipstjórans Ingólfs Árnasonar.  Geymdur í formalíni.

                                   

ERLEND DEILD  ( Pars alienigena):

PA  1  SKÚNKUR  (Mephitis mephitis, fam Mustelidae)   Reðurbein (Os penis, baculum). Fullvaxið dýr. Amerískur, frá Ohio.  Elmer Templeton. Þórunn Klemensdóttir gaf RÍS - HÍR 29.08.1995.                                                                             

PA  2  RAUÐREFUR    (Vulpes vulpes Iutlandicus )  Danskur með eistum. Fullorðið dýr frá Himmerland á Jótlandi. Gefandi A.P. Mark, mars 1999. Geymdur í formalíni.

PA  3  STEINMÖRÐUR  (Martes foina) a) Reðurbein.( Os penis, baculum). Þýskur. Fullorðið dýr.  Axel Första gaf í júlí 1999.

b, c)  Tvö reðurbein , eyrnalokkapar (Os penis, baculum) Bæði dýrin veidd í gildrur af gefanda um 50 mílur norður af Fairbanks, Alaska. Gefandi Wendell J. Shiffler, Fairbanks.  Maí 2005.

PA  4  ÞEFVÍSLA, FÚLVÍSLA   (Mustela putorius)  Reðurbein (Os penis, Baculum). Þýsk. Fullorðið dýr.  Axel Första gaf í júlí 1999.

PA  5  MARÐHUNDUR  (Nyctereutes procyonides)  Fullorðið dýr. Þýskt. Limur heill með beini.  Axel Första gaf í júlí 1999. Í formalíni.

PA  6   DVERGSNJÁLDRA  (Sorex minutus)  Fullorðið dýr. Þýskt. Limur heill. Axel Första gaf í júlí 1999. Geymdur í formalíni.

PA  7  GREIFINGI  (Meles meles)  a) Fullorðið dýr. Þýsk. Limur heill með beini. Axel Första gaf í júlí 1999. Geymdur í formalíni.

b) Reðurbein (Os penis, baculum) úr fullorðnu dýri. Axel Första gaf í júlí 1999.

PA  8  RAUÐREFUR (Vulpes vulpes Germanicus)  Reðurbein ( Os penis, Baculum). Fullorðið dýr. Þýskur. Axel Första gaf í júlí 1999.

PA  9  KARÓLÍNUKENGÚRA  (Macropus eugenii)  a)  Fullvaxið dýr frá Kawau Island, Nýja Sjálandi.Upphaflega sett í formalín 15. okt.  1999.  Dr. Carolynn Crutchley gaf í maí 2002. Kristófer Þorleifsson læknir færð RÍS - HÍR frá Bandaríkjunum. Í formalíni.

b)  Nýfætt dýr frá Kawau Island, Nýja Sjálandi. Upphaflega sett í formalín 9. jan. 2002. Dr. Carolynn Crutchley gaf í maí 2002. Kristófer Þorleifsson læknir færði RÍS - HÍR frá             Bandaríkjunum. Í formalíni.

PA 10 FÍLL  (Loxodonta africana). Gamall tarfur, felldur á sykurplantekru nærri Malelane í Transval í Suður Afríku seint í ágúst 2001. Uppstoppaður á staðnum. Keyptur til landsins og afhentur 10.10. 2002. Settur á skjöld úr blýviði.

                       

PA  11 NORÐUR AMERÍSKUR GREIFINGI   (Taxidea taxus)  (fam. Mustelidae)Reðurbein (Os penis, Baculum). Frá James Peters, St. Louis, MO, USA.  24.apríl 2003.

PA  12  JARFI   (Gulo gulo)   (fam. Mustelidae) Reðurbein (Os penis, Baculum).  Frá James Peters, St. Louis, MO, USA. 24.apríl 2003.

PA  13  KANADÍSKUR OTUR    (Lutra canadensis)  ( fam. Mustelidae) Reðurbein (Os penis, Baculum). Frá James Peters, St. Louis, MO. USA. 24.apríl 2003.

PA  14  NORÐUR AMERÍSKUR RAUÐREFUR  (Vulpes vulpes (fulva ) Reðurbein (Os penis, Baculum).  Frá James Peters, St. Louis, MO, USA. 24.apríl 2003.

PA  15  SLÉTTUÚLFUR (COYOTE)  (Canis latrans)  a) Reðurbein (Os penis, Baculum).  Frá James Peters, St. Louis, MO, USA. 24.apríl 2003.

 b)  Reðurbein (Os penis, Baculum).  Frá Jack R. Bartholmai,  Beaver Dam, Wi USA,15. des. 2005.

c)  Reðurbein (Os penis, Baculum) Gefendur: Jonah Bekhor og Zack Matt, kvikmyndagerðamenn frá Kanada. Ágúst 2010.

PA  16  GRÁÚLFUR  (Canis lupus)  Reðurbein (Os penis, Baculum).  Frá James Peters, St. Louis, MO, USA. 24.apríl 2003.

PA  17  AMERÍSKUR SVARTBJÖRN  (Ursus americanus)  a) Reðurbein (Os penis, Baculum). Frá James Peters, St. Louis, MO, USA. 24.apríl 2003.

 b) Reðurbein (Os penis, Baculum). Frá Brian Bartholmai, Rochester, MN, USA, 28. des. 2005. Björninn var um 356 pund (ca. 170 kg.) Skotinn af Brian Bartholmai í Price County, Wisconsin 1987.

c)  Reðurbein(Os penis, Baculum).  Frá Amanda Ebright MD, Rochester, MN, USA, 28. des. 2005. Björninn var um 350 pund (165 kg.) Skotinn af Jack Bartholmai í Ontario, Kanada.                             

PA  18  AMERÍSKUR ÞVOTTABJÖRN  (Procyon lotor) a) Reðurbein (Os penis, Baculum)  Bein brotið en gróið. Frá James Peters.  24.apríl 2003.

b) Reðurbein (Os penis, Baculum). Frá James Peters, St. Louis, MO, USA. 24.qpríl 2003.

c) Safn 15 reðurbeina ( Os penis / Baculum) Sýnir vel þroska reðurbeins allt frá mjög ungu dýri og upp í gamalt dýr. Dr. Sam Zeveloff, Weber State University, Utah gaf safninu í Des 2013.

PA  19  AMERÍSKUR MINKUR   (Mustela vison)  Reðurbein (Os penis, Baculum). Frá James Peters, St. Louis, MO, USA. 24. apríl 2003.

PA  20  SUÐUR-AFRÍSKUR BAVÍAN, HUNDAPI  (Papio ursinus)

Reðurbein (Os penis, Baculum). Frá James Peters, St. Louis, MO, USA. 24.apríl 2003.

PA  21  HELLABJÖRN  (Ursus spelaeus)  Reðurbein (Os penis, Baculum). Frá síðari hluta síðustu ísaldar (Pleistocene), eldra en 12.000 ára. Fundið í Mið-Karpatafjöllum í Rúmeníu. Gefandi William Borchardt, St. Louis, MO, USA. RÍS - HÍR 18.06.2003.

PA  22  REFÍKORNI  (Sciurus niger)  Reðurbein (Os penis, Baculum) Frá James Peters, St. Louis, MO, USA. 18.06.2003.

PA  23 AMERíSKUR SKÓGARMÖRÐUR   (Martes americana)  Reðurbein (Os penis, Baculum). Frá James Peters, St. Louis, MO, USA.  18.06.2003.

PA  24  BIFUR, BJÓR   (Castor canadensis)  Reðurbein (Os penis, Baculum). Frá James Peters, St. Louis, MO, USA. 18.06.2003.

PA  25  MAÐUR  (Homo sapiens Sapiens)

a)  Væntanlegur fertugur Þjóðverji, sbr. gjafabréf 1999, ásamt ljósmyndum.

b)  Væntanlegur þrítugur Englendingur, sbr. gjafabréf 2000, ásamt móti.

c)  Væntanlegur ríflega fimmtugur Ameríkani, sbr. gjafabréf nóv. 2002, ásamt móti.

d)  Væntanlegur 36 ára Þjóðverji, sbr. gjafabréf jan. 2013, ásamt erfðaskrá.

e)  Væntanlegur 43 ára Ameríkani, sbr. gjafabréf 2014, ásamt ljósmyndum.

PA  26  HREYSIKÖTTUR, ALASKAVÍSLA  (Mustela erminea).   a, b)  Tvö reðurbein (Os penis, baculum).  Bæði dýrin veidd í gildrur af gefanda um 50 mílur norður af Fairbanks í Alaska. Gefandi Wendell J. Shiffler, Fairbanks. RÍS-HÍR, maí 2005.

PA  27  ELGUR   (Alces alces)   Ungt dýr, u.þ.b 3 ára, skotið af Mattias Pontén við Rönnäs, um 50 km. norður af Umeå  í Norður Svíþjóð 12. september 2004.Gefandi Erik Håkansson. Dagný Skúladóttir flutti til landsins í ágúst 2005. Geymdur í formalíni.

PA  28  GRÁÍKORNI  (Sciurus carolinensis). Þrjú eintök, heil,  þurrkuð með beini. Gefandi Jack R. Bartholmai, Beaver Dam, Wi, USA. Desember 2005.

PA  29  VIRGINÍUPOSA  (Didelphis verginiana).  Heilt eintak. Gefandi Jack R. Bartholmai, Beaver Dam, Wi, USA. RÍS-HÍR 10. 01. 2006.  Geymdur í formalíni.

PA 30  RAUÐ  KENGÚRA  ( Macropus rufus ).  Pungskinn af dýri sem var fellt 1963 í V- Ástralíu, nærri Albany.  Sútað og litað og notað undir mynt, eldspýtur osfrv. Fært safninu að gjöf 18 Janúar 2012. Gefandi Colin J. Armstrong, Curtin University, Perth, Ástralíu.

PA 31  Gíraffi  (Giraffa camelopardalis ).  Heilt eintak. 5 ára tarfur, 1.400 kg. Var felldur á Ermo búgarðinum í N- Namibíu í apríl 2012 af Ásgeiri Guðmundssyni. Fært safninu að gjöf af Dr. Hanno Leimbach og Ásgeiri Guðmundssyni þann 27 apríl 2012. Geymdur í formalíni. 

   PA 32  ZEBRAHESTUR (Equus zebra hartmannae )
   Fullorðið dýr.  Fellt af Úlfari Finnbjörnssyni í N-Namibíu í maí 2015.  Úlfar og Ásgeir Guðmundsson færðu safninu 23,05,2015.  Geymdur í Formalíni.

   PA 33  ELAND ANTILÓPA  ( Taurotragus oryx )
   Fullorðið dýr.  Fellt af Ásgeiri Atla Ásgeirssyni og Emil Má Einarssyni í Namibíu í júlí 2015.
   Fært safninu 22,07,2015. Í formalíni.

   PA 34  STÖKK BÚKKI  (  Antidorcas marsupialis )
   Fullorðið dýr. Fellt af Alfreð Loga Ásgeirssyni að hausti 2015.  Fært safninu 15 desember 2015.  Í formalíni

 

 

19110452
Today
Yesterday
This Week
Last Week
This Month
Last Month
All time
416
4550
20573
40449
27906
163304
19110452
Your IP: 3.237.27.159
Server Time: 2022-10-06 01:43:25

Award Badge

Tripadvisor

Icelandic 
Phallological Museum Reviews
Icelandic Phallological Museum Reviews

rough guides

rglogo 2

Statistics

Gestir
2
Greinar
9
Veftenglar
6
Þú ert gestur númer
1466714

Opnunartími

Alla daga 10:00 - 19:00

 

 

AÐGANGUR

Fullorðnir: 2500 ISK

Staðsetning

Hafnartorg

101 Reykjavík